December 24, 2008

Jólakveðja frá Melbourne

Jæja, þá er sumarveðrið loksins komið hér í borg; sól, sól, sól flesta daga og smá hiti. Enda tími til kominn að sumarið léti sjá sig - kaldur og vindasamur vetur að baki. Síðustu dagana höfum við rölt um á stuttbuxum og stuttermabol, horfandi á jólaskreytingar og hlustandi á jólalög. Hálf undarlegt - en verulega ljúft :o)
Þessi jólin verða því doldið spes; stuttbuxur, stuttermabolur, sól, hiti, sólarvörn, sólgleraugu og grill með félögum. Hljómar vel!

Kæru vinir og ættingjar, ég óska ykkur gleðilegra jóla. Megi nýja árið vera ykkur friðsælt og hamingjuríkt.

December 12, 2008

gráðan í höfn

þá er það staðfest...mastersgráða í viðskiptafræði (stjórnun) er í höfn!! :o)

Kvöldverður útskriftarhópsins var í gærkvöldi og það var mikið gaman. Dýrindis veitingar, ljúfir djass tónar og yndislegt fólk. Svo komu einkunnirnar í dag - bros út að eyrum, gráðan í höfn :o)

Kæru vinir og ættingjar, takk kærlega fyrir stuðninginn - án ykkar hefði þetta nám verið töluvert erfiðara.

November 13, 2008

Prófatíð

Þessi önn í skólanum hefur liðið hratt, þaut framhjá á ógnarhraða og nú blasa blessuð prófin við.

Smá update á lífinu frá síðasta bloggi (september):
  • Sydney var frábær - gaman að hitta ættingja sína :o)
  • Skóli og hópavinna og verkefnaskil
  • Skóli og hópavinna og verkefnaskil
  • Og enn meiri skóli...
  • Ammrískar pönnukökur þegar við fylgdumst með forsetakosningunum í Ammríku
  • 30+, hiti og sviti í 91% raka (rakastigið í dag)

Lífið hér á Svanastræti hefur verið ljúft, eftirfarandi eru yndisleg "Aussie" minningabrot síðustu vikna:

  • bangers & mash (pulsur og kartöflumús; einfalt, fljótlegt og þægilegt=námsmannavænt!)
  • sunnies og sandalar (getur flækst fyrir manni!)
  • úrslitaleikurinn í AFL (mega fan! stubby hefði toppað'etta)
  • kanga bangas (kengúrupulsur)
  • meat pie
  • woolies (nenni ekki aftur...!)
  • barbie (grill, nokkrum sinnum)
  • lemonade (nokkrir lítrar!)
  • bráðnað súkkulaði (tengist það eitthvað lofthitanum?)
  • wee bit of grog (organised by the kiwi)
  • Waltzing Matilda (sungið reglulega hér á bæ)

Og þá erum við komin að prófunum sem þetta blogg byrjaði á. Fjögur stykki próf-skemmtilegheit framundan, þar af þrjú á þremur dögum. Það verður bara gaman :P

Var ég búin að minnast á hve gaman það er að vera í þessari borg (Melbourne), þessu landi? :o)

September 19, 2008

skólinn og Sydney

eitt próf afstaðið í kvöld - gott að klára svoleiðis

á morgun er það svo Sydney! :o)

og svo tekur skólinn aftur við - þó það heiti að vera vorfrí núna, þá virðist þetta "frí" einkennast af verkefnavinnu

August 31, 2008

óperudagur

Í gær (laugardag) var óperudagur.

Vorum mætt snemma til að vera við svokallað pre-concert talk.
Eftir það skoðuðum við okkur um í húsinu sem tónleikarsalurinn er í (smá stórt hús, eru til dæmis rúllustigar á milli sumra hæða).

Og svo byrjaði fíneríið; Hollendingurinn fljúgandi.
Sinfóníuhljómsveit Melbourne, stóóóór kór og einsöngvarar.
Óperan var fínasta skemmtun. Svo hvítvín og góður matur á eftir.
Í stuttu máli; alveg frábært kvöld.


Finnst annars eins og lífið mitt sé á hraðri áframspilun þessa dagana; dagarnir fljúga áfram.
Skólinn virðist nýbyrjaður - en nú þegar eru fimm vikur liðnar af þessari önn.

August 2, 2008

Fólkið með fánann - tónleikar Sigur Rós í Melbourne

Sigur Rós var með tónleika hér í Melbourne í gær.
Og
meðal áhorfenda í salnum voru fimm Íslendingar og félagar þeirra :o)

Vorum komin frekar snemma á tónleikana. Litla fólkið (ég) vildi nefnilega vera framarlega til að sjá nú eitthvað af fólkinu á sviðinu.

Það sem tók við var...
miiiikið fín tónlist
flott og töff listræn umgjörð
...og við með íslenska fánann.

Það að vera á tónleikum með Sigur Rós og sveifla íslenska fánanum í takt við tónlistina, var sérstök tilfinning.
Þarna vorum við, fimm Íslendingar, svo órafjarri Íslandi - landinu okkar
Að hlusta og horfa á Sigur Rós - samlanda okkar
Að hlusta á einstaka orð á íslensku - tungumálinu okkar
Að sveifla íslenska fánanum - fánanum okkar

Og þjóðarstoltið blossaði sem aldrei fyrr.

Í mannhafinu vorum við fimm eins og Ísland í Atlantshafinu; fámenn og stolt.

Hljómsveitin virtist hafa tekið eftir litla fánanum okkar; fengum sérstakt klapp frá Jónsa í lok tónleikanna :o)

July 16, 2008

Vetrarfrí

Vetrarfrí í skólanum - virkilega ljúft.

Sofa
Lesa góðar bækur
Smærri ferðalög
Hitta vini
Kíkja á söfn, ágætis dægradvöl í vetrarkulda

Sellótónleikar
Sofa
Vera kúridýr
Drekka chai te
Einu sinni í yoga, virkilega gott
Fara í labbitúr
Sofa
Píanótónleikar
Horfa á sólina detta bakvið fjöllin og dást að litadýrðinni
Uppgötva réttnefni; fröken Plássfrekína Plássfreksdóttir (ég)

Baka köku - sem festist í forminu!
Það var ansi fyndið, algjörlega skemmtiatriði dagsins :o)

Það er vetrarfrí
Það var vetrarkuldi.
Svo kom vor í vetrarfríinu; búið að vera þægilegur hiti og sól síðustu dagana.

June 17, 2008

Sesar salat

Datt í hug að gera Sesar salat um daginn - og þvílík lukka!

Cos salat
Egg
Beikon
Kjúklingur
Franskar kryddjurtir
Parmesan

Skera salat. Sjóða egg og skera það í bita.
Steikja kjúkling og bragðbæta með frönsku kryddjurtunum, bæta svo beikoninu við.
Blanda öllu saman í skál og toppa með parmesan.

Alveg svaka svaka gott :o)

Síðar var afgangnum af salatinu smellt inn í líbanskt brauð og smá grísk jógúrt með - NAMM!

April 27, 2008

Anzac Day í 95 ár

Vaknaði við taktfastan trommuslátt fyrir utan gluggann.
Þetta var eldsnemma á föstudaginn, fyrir sólarupprás. Hrökk upp við lætin og var smá hrædd; hvað gengur eiginlega á?!
Örstuttu síðar var hugurinn búinn að ná þessu

- hermenn að marséra um götur Melbourne við trommuslátt og sekkjapípuleik –

til að minnast fallinna hermanna og sýna þakklæti þeim sem barist hafa í stríði fyrir landið sitt, Ástralíu. Þetta var væn fylking af hermönnum, á að giska 40 manns og tveir lögreglubílar keyrðu á eftir. Ekki hægt að lýsa hve flott þetta var svona í morgunsárið; hvílík virðing.

Aussie brekkie í tilefni dagsins; egg og beikon með bökuðum baunum. Svo skundað út til að taka þátt í deginum.

Sex herflugvélar flugu yfir miðborgina. Sáum skrúðgöngu með 15 þúsund fyrrverandi hermönnum og aðstandendum þeirra, með tilheyrandi trommuslætti og sekkjapípuleik. Sumir kappanna voru komnir nokkuð til ára sinna og með heilu borðana af orðum; vitnisburður um það sem þessir menn hafa gert fyrir landið sitt. Inn á milli voru heilu raðirnar af gömlum bílum og herbílar með heldri hermönnum innanborðs. Lögreglumenn stóðu vaktina við skrúðgönguna en höfðu engar byssur, kylfur eða neitt annað eins og þeir yfirleitt hafa – stóðu bara heiðursvörð. Litlir krakkar voru í skrúðgöngunni og stolt báru þau orður afa síns eða langafa, til að halda minningunni á lofti. Ansi sérstakt andrúmsloft við skrúðgönguna; þakklæti, rólegheit og virðing.


Skrúðgangan endaði hjá minnisvarða um fallna hermenn. Á þessum sama stað var minningarathöfn í dögun þar sem 35 þúsund manns minntust þeirra föllnu og þar féllu víst mörg tár, tilfinningarík stund á gríðarlega fallegum stað. Við þessa byggingu logar eilífur eldur til að halda minningu þeirra föllnu á lofti. Að heyra rólega tóna í einu trompeti, á svona flottum stað, þar sem lögreglumenn og hermenn standa heiðursvörð, með öllum þessum fyrrverandi hermönnum og aðstandendum þeirra, er magnað.

April 14, 2008

Nágranni að flytja

Íbúi í húsinu er að fara flytja.
Viðkomandi ákvað að smella upp auglýsingu og freista þess að selja eigur sínar, þessar fáu og verðlitlu sem þessi einstaklingur hafði safnað að sér. Meðal þess sem var að finna á “til sölu” listanum, var:
eitt box af tannþráði, $1
tvær teskeiðar, $2
2 súkkulaðistykki, verð óuppgefið

Reyndar spurning hvort þarna hafi verið um að ræða alla 50 metrana af tannþráði sem upprunalega voru til staðar eða ekki.
Teskeiðarnar gætu verið inni í myndinni, verst að okkur vantar bara eina.
Súkkulaðistykkin voru freistandi, en hver selur súkkulaðið sitt?? Skyldi það hafa verið orðið útrunnið? Held það se líklegasta skýringin.

Svo var þessi sami aðili líka að reyna selja símann sinn.

Efast um að við Jón verslum eitthvað hjá nágrannanum, en okkur fannst þessi auglýsing alveg bráðfyndin! :D
mortgage brokers
mortgage brokers Counter